Description
Can’t Walk Away er heimildarmynd um mann sem hefur lagt allt í sölurnar fyrir frægðina. Herbert er tónlistarmaður af lífi og sál og líður best þegar hann er að troða upp, hvort sem það er sem söngvari, sölumaður eða ræðumaður. Í þessari mynd verður varpað ljósi á líf og drauma, sigra og ósigra Herberts. Hann hefur orðið gjaldþrota, á að baki brotin hjónabönd, fíkniefnavanda, atvinnuleysi og einelti en hefur aldrei misst móðinn. Hvað er leyndarmálið? Hvernig heldur maður í vonina og trúna, hið góða í lífinu og að velgengnin sé alltaf rétt handan við hornið. Saga Herberts hefur almenna skírskotun vegna hinna einstöku hæfileika hans að vera jákvæður og vinna úr vonbrigðum og mótlæti sem hann verður fyrir þannig að úr verði eitthvað gott..