HERBERT GUDMUNDSSON
Herbert Guðmundsson er tónlistarmaður, söngvari, lagasmiður, útsetjari, útgefandi og framleiðandi á eigin tónlist. Allar götur síðan hann kom fyrst fram á sjónarsviðið upp úr 1970, þá söngvari með ýmsum hljómsveitum hefur hann verið afkasta mikill í íslensku tónlistarlífi. Fyrst með skólahljómsveitinni Raflost í Laugarlækjarskóla í Reykjavík um miðjan sjötta áratuginn. Síðan komu hljómsveitirnar Eilífð, Tilvera, Stofnþel, Eik, Pelican, Dínamít og síðast hljómsveitinni Kan sem gerð var út frá Vestfjörðum nánar tiltekið frá Bolungarvík á árunum 1982-84.[expander_maker=”Lestu meira” ”Lesa minna”] Kan gaf út plötuna Í Ræktinni og þekktustu lög Kan voru „Megi sá draumur“ og „Vestfjarðaóður“, sem Herbert hefur nýverið endurunnið og gefið út á plötunni Tree Of Life.
Herbert varð fyrst þekktur á Íslandi þegar honum bauðst staða aðalsöngvara í Hljómsveitinni Tilveru. En á þeim tíma voru þekktustu hljómsveitir landsins ásamt Tilveru, Ævintýri og Trúbrot. Herbert söng inn á sína fyrstu plötu með Tilveru 1971, sem var 45 snúninga tveggja laga plata. Öðru megin var lagið „Sjálfselska og eigingirni“ sem Herbert söng og hinu megin „Lífið“ sungið af Axeli Einarssyni en Axel var aðal driffjöður hljómsveitarinnar Tilveru og er aðalhöfundur lagsins „Hjálpum þeim“. Það lag varð þjóðþekkt og er verkefni sem Herbert tók þátt í. En á þessum tíma voru gefin út lög í þeim tilgangi að styðja við hjálparstarf í Afríku og má þar nefna Band Aid.
Herbert hefur síðan á eigin vegum gefið út fjölda hljómplatna og eru þær nú orðnar tólf talsins auk eins DVD tónleikadisks (HG í Íslensku Óperunni – útgáfutónleikar plötunnar Nýspor á íslenskri tungu). Í gegnum tíðina hafa komið frá honum vinsælir smellir á borð við „Can’t Walk Away“, „Hollywood“, „I Believe In Love“, „Time“ og nú síðast Eurovision-lagið „Eilíf Ást“.
Hann hóf tónlistarferilinn 1969 með hljómsveitinni Raflost. Hann byrjaði sólóferill sinn 1985 með útgáfu á plötunni „Dawn Of The Human Revolution“. Lagið „Can’t Walk Away“ af þeirri plötu var 13 vikur á íslenska listanum.
[/expander_maker]
Plötulisti:
1977 – Á ströndinni (ásamt hljómsveitinni Eik)
1984 – Í Ræktinni (ásamt hljómsveitinni Kan)
1985 – Dawn Of The Human Revolution
1986 – Transmit (tólf tommu plata)
1987 – Time flies
1993 – Being Human
1996 – Dawn of the Human Revolution (endurútgefin á geisladisk)
1998 – FAITH (safndiskur – öll helstu lög Herberts)
2001 – Ný spor á íslenskri tungu
2008 – Spegill Sálarinnar
2010 – Herbert Guðmundsson í Íslensku Óperunni DVD
2011 – Tree of Life (Lífsins Tré) – Herbertson
2012 – Nýtt upphaf
2013 – Flakkað um ferilinn tvöfaldur safndiskur CD og DVD
2017 – Cant walk away heimildarmynd, Documentary