Í tilefni af 40 ára starfsafmæli tónlistarmannsins Herberts Guðmundssonar, kemur nú út langþráður tvöfaldur safndiskur með 20 af þekktustu lögum hans og 20 myndböndum. Lögin hafa verið endurtónjöfnuð og sett í sparifötin. Smellir eins og Svaraðu, Hollywood, Time, Eilíf Ást, I believe in love og að sjálfsögðu megasmellurinn ódauðlegi Can‘t walk away ásamt fleiri góðum perlum frá ferli tónlistarmannsins. Góð gjöf sem kemur öllum í gírinn, eins og Hebba einum er lagið. Útgefandi HG Hljómplötur – dreifing Sena